Að efla starfsvettvang klassískra söngvara á Íslandi og styrkja stöðu þeirra í hvívetna.
Að stuðla að því að hið opinbera verji sem mestu fé til klassískrar söng- og óperulistar og hafa áhrif á það hvernig þeim fjármunum er ráðstafað og skipt.
Að þrýsta á um að fagleg sjónarmið séu ráðandi og faglegir starfshættir viðhafðir á starfsvettvangi klassískra söngvara á Íslandi. Að kynna fagleg sjónarmið á opinberum vettvangi.
Að vera vettvangur til að ræða hagsmunamál og réttindi klassískra söngvara á Íslandi.